Einfaldasta forritið til þess að nota hjá Apple er GarageBand.
Fyrsta skiptið er alltaf erfiðast en kemst fljótt í ferli.
Hvernig virkar þetta?
Framleiðsla á hlaðvörpum er yfirleitt mjög einföld. Til að byrja með er fólk stundum að klippa einhverjar setningar út eða þétta þættina með því að taka út þagnir en yfirleitt hættir það með tímanum þegar þáttastjórnendur eru orðnir vanir ferlinu.
Hefðbundið hlaðvarp er með intro- og outro lag. Fyrir þau er ferlið eftirfarandi:
- Þú dregur audio fælana inn á sitthvora rásina
- Staðsetur hvar talið á að byrja
- Lækkar í intro-inu
- Staðsetur hvar outro-ið á að byrja og fade-ar það inn og út
- Export
Sjá myndbandið hér: