Multi-track er fyrir þau sem vilja hljóðvinna hlaðvarpið sitt eða taka upp þætti í mynd.
Í Central Bank Studio eru fimm leiðir til þess að taka upp í Multi-track:
- SD-Card í Rodecaster
- Multi-track í Audacity (með Rodecaster)
- Multi-track í Zoom P4 mini
- Multi-track í Garageband
- Taka upp með Ipad
Taka upp Multi-track á SD-Kort
Til þess að taka upp Multi-track á SD-kort í Rodecaster þarftu að:
- Smella á tannhjólið á snertiskjánum
- Velja Advanced
- Velja Audio
- Velja Multi-track
- Haka í microSD Card
- **Optional** Haka í Post Fader – Svo að upptakan sé eins og stillingarnar þínar á sleðunum




–
Taka upp Multi-track á Audacity með Rodecaster
Til þess að taka upp Multi-track í tölvu með Rodecaster þarftu að byrja á að:
- Smella á tannhjólið á snertiskjánum
- Velja Advanced
- Velja Audio
- Velja Multi-track
- Haka í usb
- **Optional** Haka í Post Fader – Svo að upptakan sé eins og stillingarnar þínar á sleðunum




Næst setja upp Audacity
Til þess að taka upp Multi-track í tölvu með Rodecaster þarftu að byrja á að:
- Passa að fyrsti flettiglugginn sé stilltur á “Windows WASAPI“
- Breyta næsta flettiglugga í “Microphone (RODECaster Pro Multichannel)“
- Breyta næsta flettiglugga í “14“




Til þess að tryggja að allt sé rétt:
- Farðu í “Edit” og svo “Preferences”
- Athugaðu í “Devices” hvort WASAPI og Rodecasterinn birtist ekki örugglega
- Kíktu svo í “Quality” og athugaðu hvort það sé ekki rétt
- Ef þú breyttir eða ýtir á “OK” þá þarftu aftur að fylgja skrefunum hérna beint fyrir ofan þar sem þú velur “rodecaster pro multichannel” og “14” í flettigluggunum.



Taka upp Multi-track á Podtrack
Í video-inu hér fyrir neðan læriru allt um Zoom Podtrack
Taka upp Multi-track á Garageband með Rodecaster
Í video-inu hér fyrir neðan sérðu hvernig þú tekur upp Multi-track í Garageband með Rodecaster.
Taka upp Multi-track á Ipad með Rodecaster
Í video-inu hér fyrir neðan sérðu hvernig þú tekur upp Multi-track í Ipad með Rodecaster.