Þegar þú ert klár með hugmyndina, búin að taka upp prufu þátt og ákveðin í að fara af stað þá þarf að setja upp hlaðvarpið. Vertu með eftirfarandi á hreinu:
- Nafn
- Lýsing á hlaðvarpi
- Mynd (3000x3000px undir 1mb)
Neðangreind skref þarf einungis að gera einu sinni og í framhaldi birtast þættir á öllum veitum samstundis.
Dreifiveita
Dreifiveitan er vettvangurinn þar sem þú setur inn hvern þátt og veitan sér svo um að dreifa þáttunum á allar helstu hlaðvarpsveitur. Þegar hlaðvarp er sett upp í fyrsta skipti þarf að submitta því á Spotify og Apple. Þegar því er lokið þarftu aldrei aftur að spá í þessu heldur notaru dreifiveituna til þess að dreifa þáttum. Þú þarft aðeins að submitta á Apple og Spotify því nánast allar aðrar veitur sækja sína þætti frá þeim.
- Þú býrð til aðgang fyrir hlaðvarpið á Buzzsprout, Podbean eða hvaða dreifiveitu sem þið viljið
- Þegar þú býrð til aðganginn þarf að setja mynd af þættinum og það er mikilvægt að hún sé 3000x3000px og undir 1mb
- Settu hljóðbrot (kannski 3 min) inná aðganginn. Ástæðan fyrir hljóðbrotinu er að þú getur ekki submittað hlaðvarpið á Spotify og Apple ef það er ekkert efni á rásinni. Ef hlaðvarpið á að vera kynnt á ákveðnum degi þá þarf að submitta fyrst á veiturnar því það getur tekið 1-5 daga (yfirleitt þó undir 24 tíma).
Núna er dreifiveitan uppsett en það þarf að submitta hlaðvarpinu á Spotify og Apple. Þetta þarf bara að gera einu sinni og í framhaldi birtast þættir sjálfkrafa á öllum veitum.
Apple
- Búðu til aðgang á https://podcastsconnect.apple.com/
- Ýttu á plúsinn og veldu „New show“
- Veldu „Add a show with an RSS feed“ og ýttu á Next
- Nú þarftu að fara á Buzzsprout, Podbean eða hvaða dreifiveitu sem þú notaðir og sækir þar RSS hlekk hlaðvarpsins. Það er mismunandi eftir veitum hvar það er, getur googlað eða prófað þig áfram. Hlekkurinn er alltaf í stjórnborðinu. Afritaðu þennan hlekk.
- Ferð aftur á Apple, setur hlekkinn inn og ýtir á Next
- Þá opnast síða þar sem Apple er að processa þáttinn og fyrsta skrefið er að scrolla aðeins niður og velja frequency (hvort þættirnir séu vikulega, bi-weekly, osfrv.) og ýta svo á Publish
- Nú þarftu að bíða í allt að klukkustund, kíkja aftur/refresha og ýta á Publish
- Núna er Apple uppsett og gæti tekið allt að 2 daga að birtast á veitunni
Spotify
- Búðu til aðgang á https://podcasters.spotify.com/
- Þegar þú býrð til aðganginn þá er spurt hvort þú viljir byrja með hlaðvarp á Spotify eða hvort þú sért nú þegar með hlaðvarp á annari veitu og þú velur þann valkost.
- Þar þarftu að setja RSS hlekkinn frá dreifiveitunni og ýta á Next
- Þá er Spotify klárt en gæti tekið 1-2 daga fyrir hlaðvarpið að birtast á veitunni.
Tal
- Sendir RSS hlekkinn á tal@tal.is með nafni hlaðvarpsins, lýsingu og mynd og fyrirsögninni „Bæta hlaðvarpi við á Tal.is“
Núna er allt uppsett og í framhaldi þegar þú setur inn þátt þá birtast þættirnir nánast alltaf samstundis á öllum hlaðvarpsveitum. Yfirleitt viltu gera þessa forvinnu áður en þú kynnir hlaðvarpið því ef hlaðvarpið á að fara í loftið á X degi þá er þetta eina leiðin til þess að tryggja að þátturinn birtist á þeim degi.